Rollufordómar

Ég vil benda áhugafólki um fordómafullan málflutning, það er þeim sem hafa gaman af stóryrðum og gengdarlausum fordómum í garð dýra eða manna, á grein eftir Margréti Jónsdóttur eftirlaunaþega í Morgunblaðinu í dag. Þetta er alger gimsteinn á þessu sviði. Höfundi verður tíðrætt um rollur og rollukjöt, í stað þess að nota hin algengari og kurteislegri orð eins og sauðfé og kindur, eða lambakjöt þegar hún á við það, sem er meginhluti framleiðslunnar og útflutningsins, enda fá bændur lítið fyrir ærkjötið, þótt það sé stundum betra kjöt. Ég bið um kurteisi í garð sauðfjárins, því að einu skiptin sem talað er um rollur í minni sveit eru það túnrollur, beinlínis til að niðra óþekkt sauðfé. Enda orðið túnær ekki til. Og sennilega kann Margrét að beygja orðið ær því ég sé í greininni að hún kann að beygja orðið kýr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

SÆLL  !

 Rollur og túnfe var eithvað sem var til áður en þú fæddist vinur !  heldur þú að eldra fólk se allt geðbilað ????

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.8.2011 kl. 21:01

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Erla, ég held ekki að "eldra fólk sé allt geðbilað". Og hvernig dettur þér í hug að spyrja þess háttar spurningar? Gerir þú kannski ekki greinarmun á fordómum og "geðbilun" (hvað svo sem geðbilun er akkúrat er).

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.8.2011 kl. 21:10

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Íngólfur...Ekki veit ég í hvaða Sveit þú ert uppalinn, það var talað um Rollur hvot sem þær voru í Túni eða á Fjalli í minni svet..        . Rollu kjöt er með afbrygðum gott í Reyk og ekki er það verra þótt Rollan væri áttavetra. Nafnið Rolla er ekki niðrandi orð....

Vilhjálmur Stefánsson, 2.8.2011 kl. 21:32

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mín sveit er Mývatnssveit, Vilhjálmur, og ærkjöt skal það heita.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.8.2011 kl. 21:48

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Skv. fréttum nýlega mun víst ærkjötið vera gimsteina virði og hefur hækkað mikið.

Einar Guðjónsson, 3.8.2011 kl. 01:16

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

P.s. vonandi kemst Orðabók Háskólans yfir að lesa bloggið þitt.

Einar Guðjónsson, 3.8.2011 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband