Rannsóknarboranir, rannsóknarboranir í Gjástykki

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, hafa þá stefnu að friðlýsa beri Gjástykki og þegar iðnaðarráðherra sagði á þingi sl. haust: "Virðulegi forseti. Við skulum hafa í huga að ríkisstjórnin er að skoða það að friða Gjástykki algerlega." hefði maður haldið að ríkisstjórnin yrði sammála um þetta. Enda kann að vera að hún sé það.

Í ljósi orða iðnaðarráðherra og fyrri yfirlýsinga umhverfisráðherra verður að ætla að stefna ríkisstjórnar Íslands sé sú að friðlýsa Gjástykki. Leyfisveiting Orkustofnunar stangast vitaskuld á við stefnu ríkisstjórnarinnar þvi nú hafa þau undur gerst að iðnaðar- og umhverfisráðherra virðast samtaka um að skoða friðlýsingu Gjástykkis alvarlega. Á meðan slík skoðun fer fram er óskiljanlegt hvernig hægt er að leyfa rannsóknarboranir í Gjástykki.

Er Orkustofnun æðsta vald landsins?

Hér eru fyrri færslur: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/915167/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband