Aka, skjóta og ríða í Vatnajökulsþjóðgarði

Fyrirsögninni er viljandi ætla að minna á bókarheitið Eats, Shoots and Leaves sem misritaðist og varð að Eats Shoots and Leaves. Eða var hið síðara rétta bókarheitið?

Ég hef núna í tvo daga verið að hugsa um grein sem forsvarsmenn níu samtaka, allt karlar, skrifuðu í Fréttablaðið: http://www.visir.is/stjorn-vatnajokulsthjodgards-hlusti-betur-a-almenning/article/2010120774995. Í greininni enn og aftur er því að haldið fram að tillaga að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sé ósanngjörn í garða jeppafólks, vélsleðamanna, skotveiðimanna og hestafólks. 

Ég er hættur að velta fyrir mér rangfærslum sem koma úr þessu heygarðshorni en tók núna allt í einu eftir því að það voru tómir karlar sem skrifuðu greinina, níu karlar sem vilja fá að aka víðar, skjóta á fleiri stöðum og ríða víðar í Vatnajökulsþjóðgarði.

Ég velti því fyrir mér hvort engar konur séu í samtökunum þeirra, eða af hverju þær veljist síður til forystu fyrir því að að vilja aka, skjóta og ríða. Og ég velti því fyrir mér, sem fulltrúi í einu af svæðisráðum þjóðgarðsins og fulltrúi í varastjórn, hvort það sé hugsanlegt að kynjasjónarmiða hafi ekki verið gætt á nægilega ríkan hátt við mótun áætlunarinnar. Hvort níðst sé á áhugamálum karla umfram áhugamálum kvenna. Ég fæ ekki betur séð en ég sem kynjajafnréttissinni neyðist til að taka þennan vinkil málsins upp á réttum vettvangi. Þar sem það er lögbundið að gæta eigi kynjasjónarmiðar við hvers konar stefnumótun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki upplýsingar um mörg af þessum félögum, en veit að ekki eru mörg ár síðan kona var formaður F4x4 og að konur eru margar og virkar í þeim klúbbi. Það, að formaðurinn þetta árið sé karl, segir ekki til um virkni kvennanna í klúbbnum. Svo tel ég mjög ólíklegt að það séu engar konur í Landsambandi Hestamanna... veit ekki með hin félögin.

Valdís Björk Þorsteinsdóttir 10.12.2010 kl. 10:26

2 identicon

Á heimasiðu 4x4 sést að fimm karlar sitja í stjórn klúbbsins og í nefndum á vegum hans sitja 46 karlar og 2 konur. Í átta deildum 4x4 um landið eru engar konur í stjórn.
Það eru áreiðanlega margar konur í klúbbnum en þess sér lítinn stað að þær séu virkar.

Páll Ásgeir 10.12.2010 kl. 14:01

3 identicon

Þvílikt rugl í þér maður... þú ert algerlega óhæfur til að fjalla um þetta mál þegar þú nú ert búinn að taka þennan misskilda pól í hæðina. Allt sem þetta fólk er að fara fram á að þeirra réttindi (þótt kannski megi segja að það sé óheppilegt að þetta eru bara karlmenn sem skrifuðu bréfið) er að fara fram á að réttindi þeirra verði ekki skert frekar. Hver á þá að njóta þessarar útiveru í Þjóðgarðinum ef ekki þessir hópar, hér er verðið að takmarka aðgengi fjölda fólks meðal annars fatlaðara, þú getur þá verið stoltur að því góði minn, því að þetta er eihver þröngsýnasta skoðun sem ég hef séð lengi, fyrir utan kannski háttvirtan Umhverfisráðherra sem veitti ekki af góðri rassskellingu.

Óli Þór Árnason 10.12.2010 kl. 20:18

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir þessar upplýsingar, Valdís og Páll Ásgeir. En vertu aðeins kurteisari, Óli Þór, kostar ekki neitt að gæta lágmarkskurteisi í garð þeirra sem talað er við eða um

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.12.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband