Þjóðrembulegt stolt af Jóhönnu

Ég myndi vissulega kjósa að sú staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er gift konu væri ekki ögrandi, hvergi í heiminum. En úr því að svo er, þá fyllist ég þjóðrembulegu stolti yfir því að fyrsti forsætisráðherra heimsins, sem er opinberlega í hjónabandi með manneskju af sama kyni, skuli vera Íslendingur. Jóhanna heldur þó fyrst og fremst áfram að vera reynd stjórnmálamanneskja sem við erum ánægð eða óánægð með verkin hjá en látum okkur litlu varða kynhneigð hennar. En samt vanmet ég ekki þá ögrun sem það kann að valda í öðrum löndum ef Jóhanna veldur. Pólitík snýst ekki bara um dægurmál heldur mannréttindi. Vigdís Finnbogadóttir braut blað í veraldarsögunni með því að fyrsta þjóðkjörna konan í embætti þjóðhöfðingja.
mbl.is Gegn vilja Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll já við erum mjög oft sérstök í þessum litla heimi!

Sigurður Haraldsson, 7.9.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vigdís varð okkur til sóma og hefur eingin tekið við því kefli en.   

því bjargar ekki  Jóhanna og ekki heldur Ólafur og kemur makaval því máli ekkert við.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.9.2010 kl. 22:01

3 identicon

Af hverju skyldi ekki mega vera skeptiskur út í samkynhneigd? Edlilegt er ad fólk hafi sínar efasemdir. Óskar nokkur barninu sínu ad vera samkynhneigt? Vill einhver ad samkynhneigd sé sérstaklega hampad jafnvel umfram edlilega kynhneigd? Thad er edlilegt finnst mér ad vidurkenna hana sem hvert annad afbrygdi.

Sienna 8.9.2010 kl. 06:34

4 identicon

Sienna

Þetta er akkurat ástæðan fyrir því að við viljum ekki að börnin okkar verði samkynhneigð....það er enn svo mikið hatur og fælni gegn þeim.

CrazyGuy 8.9.2010 kl. 09:40

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka innleggin. En ef samkynhneigð er "afbrigði", hvað er þá gagnkynhneigð? Af hverju er hún normið sem allt er miðað við, þótt við vitum betur?

Orðaval þitt, Sienna, er ekki boðlegt: að samkynhneigð sé ... hampað umfram eðlilega kynhneigð ... Samkynhneigð er eðlileg jafnt og gagnkynhneigð, burtséð frá fjöldanum af hvorri kynhneigð. Samkynhneigð er hluti af breytileika mannlífsins. Óskaðleg öðrum en fordómum allra Jenisa, færeyskra sem ekki færeyskra. En hver er að hampa samkynhneigð? Kannski Jenis av Rana sé einmitt að því, draga athyglina að kynhneigð Jóhönnu.

Hrólfur: Ég vil bara segja að burtséð frá því hvort Jóhanna gerir gagn í íslenskri pólitík er hún líka að brjóta blað alþjóðlega með því að vera forsætisráðherra gift annarri konu. Í Færeyjum þarf hún að þola þessa móðgun sem varð. Þykir ólíklegt að hún hafi móðgast því að hún er of lífsreynd. Annars veit ég ekkert um tilfinningar hennar - þætti frekar ólíklegt að hún sé svo kaldlynd að henni hafi ekki sárnað eitthvað. Einkum þegar einhver krati bættist í hóp Jenisar

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.9.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband