Úrsögn úr Þjóðkirkjunni - eða þrýstingur á presta?

Ég leyfi mér að hvetja kristið fólk, sem er í Þjóðkirkjunni, til að fara til sóknarprestsins síns og þrýsta á um að hann taki opinbera afstöðu gegn ummælum Geirs Waages, fyrrv. formanns Prestafélagsins, og fyrir því að forstöðumaður trúfélagsins viðurkenni að hafa þrýst á um að konur sem ásökuðu fyrrverandi forstöðumann að draga ásakanir til baka og kæra ekki. Ég sé líka að Mogginn vill ekki að bloggað sé um frétt af viðtali núverandi forstöðumanns í Sjónvarpinu í gær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek eftir að þú rökstyður ekki hvatningu þína til presta, Ingólfur.

Veiztu ekki, að Ólafur biskup bar Geir Waage þeim sökum – í sömu orðsendingu til lögreglu þar sem hann kærði Sigrúnu Pálínu og S. Þorgrímsdóttur fyrir "ærumeiðandi ásakanir" á hendur sér – að hann (Geir) hefði haft milligöngu um að koma ásökunum kvennanna á framfæri til fjölmiðla.

Geir var ekki í neinni varðstöðu um biskupinn, þvert á móti neitaði hann þeirri beiðni og kröfu Ólafs að eyðileggja eða stinga undir stól bréfi Sigrúnar Pálínu sem stílað var á siðanefnd presta. Það bréf fekk Geir í hendur sem formaður Prestafélags Íslands, þverneitaði kröfu biskups og fekk bréfið (óopnað, af því að það var ekki stílað til hans né stjórnar PÍ) siðanefndinni í hendur.

Prestafélag Íslands var hin eina af æðstu stofnunum Þjóðkirkjunnar, sem tók ekki þátt í að slá skjaldborg um Ólaf biskup í þessu máli.

Með þakklæti fyrir birtinguna,

Jón Valur Jensson, 24.8.2010 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband