Skarfahræ fyrir Sjálfstæðismenn í Árborg?

Ein af þeim furðufréttum sem ég las nýlega var um skarfahræ sem Jóhann Óli Hilmarsson hjá Fuglavernd hefði lagt út í Friðland í Flóa í vetur til að laða þar að erni. Skv. fréttinni hafði svo Jóhann gleymt hræjunum og komnir voru máfar að éta þau - sem þykir afleitt mála og kannski ekki tilgangurinn heldur. En það gerðist nefnilega fleira: Eyþór Arnalds, skeleggur leiðtogi Sjálfstæðismanna í Árborg, komst nefnilega líka í hræ og gerði sér mat úr þeim. Skv. fréttinni taldi hann þessi skarfahræ nefnilega til marks um skelfilegan tvískinnungshátt vinstri grænna í náttúruverndarmálum því að téður Jóhann væri nefnilega varamaður í nefnd fyrir flokkinn.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hlustaði á Jóhann Óla segja frá Friðlandinu í gær á ráðstefnu um votlendi. Þótt Jóhann hafi nú ekkert minnst á hvorki máfa né Sjálfstæðismenn, þá fór ég samt að velta fyrir mér hvort Jóhann hefði alls ekki gleymt hræjunum heldur hefði hann útsmoginn mjög skilið þau þar eftir af ásettu ráði til að Sjálfstæðisforkólfurinn kæmist í þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband