Friðrik V. lokar - á sama tíma og niðurstöður um stórkostleg tækifæri eru birtar

Ég var að lesa frétt á heimasíðu Háskólans á Akureyri Stórkostleg ný tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi (sjá unak.is) - þetta munu niðurstöður rannsóknar á því hvað ferðamenn á leið frá Akureyri sögðu eftir dvölina norðan lands. Á sama tíma kemur frétt um lokun veitingastaðar á heimsmælikvarða, Friðriks V., sem lagði sérstaka áherslu á norðlenskt hráefni og frumlega útfærslu þess (sjá t.d. viðtal við Friðrik, Arnrúnu og fjölskyldu í Sunnudagsmogganum). Nú er ég ekki að biðja um að maturinn þar verði niðurgreiddur ofan í ferðamenn og heimafólk heldur benda á að árangur Friðriks í matargerð er eitt af tækifærunum sem má ekki fara forgörðum í ferðaþjónustu Norðurlands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband